Eigendur flugeldageymslunnar í Enschede sýknaðir af morðákærum

Lögreglumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í Enschede 14. maí 2000.
Lögreglumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í Enschede 14. maí 2000. AP

Hollenskur dómstóll dæmdi í dag eigendur flugeldageymslu til hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa brotið lög með aðferðum við geymslu á flugeldum sem sprungu og urðu 22 að bana í bænum Enschede í Hollandi. Þá fordæmdu dómarar embættismenn borgarinnar fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir atvikið.

Rudi Bakker og Wilhelm Pater voru frjálsir ferða sinna eftir að dómurinn var kveðinn upp þar sem þrír mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir og þeir höfðu setið þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Hvor um sig var dæmdur til greiðslu 2.250 evra, eða 197 þúsund króna, í bætur. Heil húsaröð eyðilagðist þegar eldur kviknaði í nokkrum geymslum í maí 2000. Við eldsvoðann varð röð sprenginga. Tveggja er enn saknað og þau eru talin með þeim 22 sem létu lífið. Hundruð manna slösuðust. Mennirnir tveir voru fundnir sekur um að hafa flutt inn og selt ólöglega flugelda, brotið öryggisreglur og skilyrði fyrir leyfisveitingu fyrir geymsluhúsnæðið. Þeir voru hins vegar sýknaðir af morðákærum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert