Rekin úr skóla vegna teikninga

Ellefu ára stúlka hefur verið rekin úr skóla í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum í þrjá daga fyrir að teikna myndir af tveimur kennurum með örvar í gegnum höfuðið en skólayfirvöld segja teikningarnar vera hótun um hryðjuverk. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Nemadinn, Becca Johnson, sem er á hraðferð í námi, teiknaði myndirnar aftan á málfræðiprófblað eftir að hún fékk D í prófinu. Hún segist hafa teiknað myndirnar í reiði og að hún hafi alls ekki haft í hyggju að skaða kennarana. Foreldrar Beccu hafa tekið málstað hennar og segja afstöðu yfirvalda fáránlega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert