Höfuðblæja ekki lengur krafa í stúlknaskólum í Teheran

Skólastúlkur í Teheran þurfa ekki lengur að klæðast með þessum …

Skólastúlkur í Teheran þurfa ekki lengur að klæðast með þessum hætti, en myndin er tekin á skólalóð áður en slakað var á fatareglunum.
mbl.is

Íranskar stúlkur þurfa ekki lengur að vera með höfuðblæjur og mega vera í litríkum fatnaði í stað svartrar skikkju á skólatíma, en slíkt hefur undantekningalaust verið bannað á þriðja áratug.

Menntamálaráðuneytið í Teheran hefur gefið út tilskipun um þetta efni en þar er lagt að 20 skólum í höfuðborginni að framfylgja ekki hinum ströngu klæðareglum íslams gagnvart nemendum sínum. Þar er um að ræða stúlknaskóla, enda á sér algjör aðskilnaður kynjanna stað í íranska skólakerfinu.

Harðlínuklerkar landsins hafa gagnrýnt tilskipunina harkalega og því er enn óvíst hvort tilraunin verður leyfð í borgum fjarri höfuðborginni þar sem íhaldssemi í trúarefnum er ívið meiri en í Teheran.

Íranskar konur hafa verið neyddar til að sveipa sig höfuðblæju frá því Íranskeisara var steypt af stóli árið 1979 og klerkaveldi var komið á. Íhaldssemi klerkastjórnarinnar hefur sætt vaxandi andstöðu og eftir kjör Mohammad Khatami, sem forseta, en hann var fyrst kjörinn til embættis í maí 1997, hefur borið á aukinni umburðarlyndi.

Klæðareglurnar nýju voru fyrst reyndar í borginni Karaj, sem er 50 km vestur af Teheran, fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert