[ Fara í meginmál | Forsíða | Veftré ]

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Karlsdóttir, Friðrik Már Baldursson, Frosti Ólafsson, Gauti Eggertsson, Gylfi Magnússon, Gylfi Zoega, Hallgrímur Snorrason, Helga Jónsdóttir, Jón Daníelsson, Jón Sigurðsson, Katrín Ólafsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Lilja Mósesdóttir, Lúðvík Elíasson, Magnús Harðarson, Ólafur Darri Andrason, Ólafur Ísleifsson, Páll Harðarson, Rannveig Sigurðardóttir, Sveinn Agnarsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Yngvi Örn Kristinsson, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Þóra Helgadóttir, Þórarinn G. Pétursson, Þórður Friðjónsson, Þórólfur Mathíasson.


Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum. Við þessar aðstæður er mikilvægt að huga að umbótum í hagstjórn og þá sérstaklega að framtíðarskipan peningamála. Einhliða upptaka erlends gjaldmiðils, einkum evru, sem lögeyris á Íslandi er ein þeirra hugmynda sem mikið hefur borið á í umræðum að undanförnu. Talsmenn þeirrar hugmyndar telja að sú leið sé skjótvirk lausn á núverandi gjaldeyriskreppu og undankomuleið frá stórfelldum erlendum lántökum. Því miður stenst hvorug þessara fullyrðinga þótt gjaldmiðilsskiptin séu í sjálfu sér tæknilega einföld. Þvert á móti er einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki líkleg til að leysa gjaldeyriskreppuna auk þess sem önnur og enn alvarlegri vandamál gætu risið ef slík leið yrði farin.
 

Mun lakari kostur en aðild að myntbandalagi

Einhliða upptaka evru sem lögeyris fæli í sér að íslenska ríkið notaði hluta gjaldeyrisforða landsins til þess að kaupa upp allar íslenskar krónur sem nú eru í umferð og setti evrur í umferð í staðinn. Hér er um að ræða aukakostnað upp á 125 milljarða króna.1 Tæknilega séð er hugmyndin einföld og fljótleg í framkvæmd og sambærileg við inngöngu í myntbandalag að því leyti að í báðum tilvikum hefðu landsmenn þar með fengið í hendur alþjóðlega markaðshæfan gjaldmiðil og minni áhyggjur þyrfti að hafa af gengissveiflum. Hins vegar skilja nokkur lykilatriði að einhliða upptöku evru og upptöku hennar með þátttöku í Myntbandalagi Evrópu.
 Að inngöngu í Myntbandalag Evrópu er ákveðinn aðdragandi, svonefnd ERM II-aðlögun, þar sem gengi krónunnar er fest innan ákveðinna vikmarka, með stuðningi annarra Evrópuríkja, þar til Ísland getur uppfyllt þau þjóðhagslegu skilyrði sem inngangan krefst, s.s. hvað varðar verðbólgu, vexti og ríkisfjármál. Sá tími nýtist sem aðlögun að nýju myntfyrirkomulagi. Að þeim tíma liðnum yrðu útistandandi íslenskar krónur keyptar af evrópska seðlabankanum og Íslendingar fengju síðan framvegis greiddan út myntsláttuhagnað, sem gæti numið um 2-5 milljörðum króna á hverju ári.
 Seðlabanki Íslands yrði áfram til þótt vaxtaákvarðanir yrðu eftirleiðis teknar í evrópska seðlabankakerfinu (ESCB), sem Seðlabanki Íslands yrði aðili að. Mestu skiptir þó að hlutverk Seðlabankans á sviði fjármálastöðugleika, einkum sem lánveitanda til þrautavara, yrði eflt til muna þar sem bankinn hefði nú fullar heimildir til þess að lána íslenskum bönkum evrur gegn traustu veði.
 Evrurnar fengi Seðlabanki Íslands frá útgefandanum, þ.e. Seðlabanka Evrópu.
 Einhliða upptaka erlends gjaldmiðils, án samþykkis eða stuðnings útgefanda hans, er ekki sambærileg við þátttöku í myntbandalagi hvað varðar ábata og efnahagslegan stöðugleika. Það er ekki aðeins að landsmenn þyrftu sjálfir að bera kostnaðinn af myntskiptunum og töpuðu myntsláttuhagnaði um alla framtíð. Með því móti stæðu landsmenn einnig uppi án seðlaprentunarvalds og án nokkurra möguleika til þess að styðja við íslenskt fjármálakerfi með tryggum aðgangi að lausafé nema því aðeins að ríkisvaldið útvegaði evrur með einhverju móti, s.s. með erlendri lántöku. Án alþjóðlegs stuðnings við upptökuna yrði slíkur aðgangur aldrei að fullu tryggður.
 Meðal mikilvægustu hlutverka seðlabanka í öllum löndum heimsins er að veita fjármálakerfinu bakstuðning sem lánveitandi til þrautavara. Þetta hlutverk má alls ekki vanmeta. Fjármálakerfi án öflugs bakhjarls er ekki til þess fallið að skapa traust við núverandi aðstæður í heiminum. Af þessum sökum m.a. er ólíklegt að einhliða upptaka evru leiði sjálfkrafa til þess að vextir verði þeir sömu hérlendis og á evrusvæðinu. Við núverandi aðstæður er hætta á að áhættuálag á vexti til íslenskra aðila yrði áfram hátt og gæti vegið upp þann sparnað sem hlýst af minni gjaldmiðlaáhættu.

 

Vandamálin færast til

Örmyntir líkt og krónan geta vissulega falið í sér mörg vandamál og óstöðugleika. Hins vegar mun einhliða upptaka erlends gjaldmiðils ekki leysa þau grundvallarvandamál sem fylgja smáum fjármálakerfum heldur aðeins færa þau til.
 Sú ráðstöfun ein og sér að færa bankareikninga í evrum fjölgar ekki þeim evrum sem landið hefur raunverulega úr að spila. Hún kemur heldur ekki í veg fyrir að evrur hverfi úr landi vegna ótta eða vantrausts á íslensku fjármálakerfi. Í hvert skipti sem fyrirtæki eða einstaklingar færa fjármuni sína af íslenskum bankareikningum yfir á erlenda eða taka innstæður sínar út í evruseðlum gengur á evrusjóð landsmanna. Þannig mun fjármagnsflótti úr landi ekki lengur koma fram sem lækkun á gengi krónunnar heldur sem lækkun á lausafé bankastofnana.
 Lausafjárerfiðleikar bankakerfisins vegna fjármagnsútstreymis við þessar aðstæður geta skapað vanda fyrir innlend stjórnvöld. Nauðsynlegt kann að vera að styðja við bankakerfið þar sem lausafjárskortur getur hæglega leitt til greiðsluþrots eða gjaldþrots þess, eins og raunin varð með íslensku bankana í október síðastliðnum. Lausafjárstuðningur við bankakerfið yrði aðeins veittur með því að ríkis?vald?ið útvegaði evrur og lánaði til viðskiptabankanna. Þannig getur fjármagnsútstreymi veikt stöðu ríkis?sjóðs og leitt hann í enn frekari skuldavanda. Líkur á fjármagnsflótta aukast við það eitt að fyrirtæki og einstak?lingar átti sig á því hversu veikt bakland fjármálakerfið hefur, þar sem traustur lánveitandi til þrauta?vara er í raun ekki til staðar.
 

Ekki rétt viðbrögð við gjaldeyris- og bankakreppu

Gjaldeyriskreppan stafar fyrst og fremst af fjármagnsflótta frá landinu. Flóttinn stafar af vantrausti á íslenskt fjármálakerfi og efnahagsmál – ekki aðeins vantrausti á þjóðarmyntina sem slíka. Hér er vert að hafa í huga að á undanförnum áratugum hefur erlent fjármagn leitað inn í íslenskt hagkerfi, ekki síst eftir að fjármagnsviðs?kipti við útlönd voru gefin frjáls árið 1995. Fjármagnsflóttann nú má rekja bæði til erlendra og innlendra aðila sem vantreysta Íslandi eftir bankahrunið og vilja komast út með fjármuni sína. Eign erlendra aðila í krónum nemur hundruðum milljarða. Þessi staða er erfið og varð til þess að stjórnvöld settu höft á flutninga fjármagns sem koma í veg fyrir að stór hluti þessa fjármagns hverfi snarlega úr landi, jafnvel þó að lágt raungengi gefi nú vísbendingu um að ábatasamt geti verið fyrir fjárfesta að þreyja þorrann og góuna. Umsvifalaus og einhliða upptaka evru gæti jafnvel aukið vandann vegna þess að vonin um gengisávinning væri þá ekki lengur fyrir hendi hjá erlendum fjárfest?um. Þetta dregur athyglina að þeim vanda sem fylgir því að skipta um gjaldmiðil við þær óvissu aðstæður og miklu verðbólgu sem nú ríkir hér á landi. Raungengi krónunnar er afar lágt um þessar mundir og mikilvægt að það færist smám saman nær langtíma jafnvægi áður en svo afdrifarík ákvörðun er tekin.
 Flutningur fjármagns erlendra og innlendra aðila frá Íslandi til annarra landa kallar á að íslenskir bankar eigi lausafé á erlendum bankareikningum til að geta mætt þessum óskum viðskiptavina sinna.
 Þessar inneignir eru ekki til um þessar mundir og umbreyting seðla og myntar innanlands í evrur leysir ekki þann vanda. Einhliða upptaka evru minnkar því síst þörfina fyrir gjaldeyrisforða. Allt myntframboð landsins mun felast í keyptum evrum og stöðugleiki fjármálakerfisins er háður því að stjórnvöld geti stutt það með einhvers konar varasjóði. Einhliða upptaka evru mun auðvitað ekki heldur leysa Íslendinga undan því að standa skil á greiðslum til erlendra aðila í erlendum gjaldmiðli.
 Eina framtíðarlausnin felst í því að endurheimta traust á íslenskt efnahagslífi og tryggja drjúgan afgang á viðskiptum við útlönd. Þar til nægur gjaldeyrisforði hefur myndast með viðskiptafgangi þarf hins vegar að grípa til erlendra lána eða hafta eða hvors tveggja. Einhliða upptaka evru mun því heldur ekki auðvelda stjórnvöldum að afnema fjármagnshöftin fyrr en ella. Þvert á móti verða höftin eina stýritækið sem stjórnvöld eiga eftir í peningamálum þegar þjóðarmyntin er horfin. Þegar allt er dregið saman verður ekki annað séð en einhliða upptaka muni fremur veikja en styrkja stöðu landsmanna í núverandi þrengingum.

 

Niðurstaða

Sú aðgerð ein og sér að skipta um gjaldmiðil mun ekki greiða úr þeim undirliggjandi vandamálum sem valda núverandi gjaldeyriskreppu. Með einhliða upptöku evru væri þvert á móti dregið úr þeim möguleikum sem Íslendingar hafa til þess að taka á eigin vandamálum, þar sem landsmenn hafa þar með gefið frá sér sjálfstæði í peningamálum án þess að tryggja á móti nauðsynlegt öryggi fjármálakerfisins. Ekki verður með nokkru móti séð að einhliða upptaka evru (eða hvaða annars gjaldmiðils sem er) sé sú töfralausn sem svo mjög hefur verið haldið fram á opinberum vettvangi.

1. Í lok nóvember var grunnfé (seðlar og mynt í umferð og innstæður innlánsstofnana í Seðlabanka Íslands) að frádregnum innstæðubréfum og erlendum innstæðum innlánsstofnanna 125 ma.kr. Á árunum 2005-2007 nam grunnfé að meðaltali 55 ma. kr.

 - - -

 

 

Einhliða upptaka Evru, samanburður við núverandi ástand

Kostir:

· Innlendur gjaldmiðill öðlast sama stöðugleika og evra gagnvart öðrum erlendum gjaldmiðlum

· Vextir munu væntanlega lækka í átt til vaxta á Evrusvæðinu, en verulegt áhættuálag verður áframá vöxtum hér á landi vegna vantrausts á íslenskum efnahag

· Viðskiptakostnaður minnkar

 Gallar:

· Sjálfstæði peningastefnu glatast án þess að öryggi fjármálakerfisins sé tryggt

· Myntsláttuhagnaður tapast (áætl. 2-5 ma.kr. á ári)

· Upphaflegur aukakostnaður vegna kaupa á evrum til að setja í umferð (125 ma.kr.)

· Íslenskir bankar hafa ekki seðlabanka til stuðnings í lausafjárvanda

· Fjármagnsflótti getur sett ríkið íalvarlegangreiðsluvanda

 

Hvaða vandamál leysast ekki:

· Verðbólga færist ekki sjálfkrafa að verðbólgu í Evrópu

· Aukið seðlamagn í kjölfar þrýstings t.d. vegna lausafjárskorts bankanna gæti leitt til aukinnar verðbólgu

· Útganga erlendra fjárfesta af innlendum peningamarkaði og skuldabréfamarkaði kallar áfram á nýtt erlent lánsfé

· Fjármagnsflótti Íslendinga kallar áfram á nýtt erlent lánsfé

· Fjármagnsflótti getur sett bankakerfið í lausafjárvanda (og þar með á endanum í eiginfjárvanda). Ríkið getur þurft að koma til aðstoðar

· Einhliða upptaka evrunnar auðveldar ekki íslenskum einkaaðilum eða opinberum aðilum aðgang að erlendu lánsfé a.m.k. ekki litið til nokkurra næstu ára.

Hnappur inn á Evróupvef

Sjónvarp

  • Telur að um misskilning sé að ræða

    Steingrímur J Horfa

  • Össur: „Diplómatískur sigur“

    „Ég er auðvitað ákaflega glaður og hamingjusamur með það að utanríkisráðherrarnir skuli hafa afgreitt þetta í dag. Það er diplómatískur sigur fyrir okkur Íslendinga Horfa

  • Leyfir mönnum að kæla sig

    Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur að málin hafi þróast Íslendingum í vil innan Evrópusambandsins og hann segist vera bjartsýnn á að við fáum að halda okkar hlut hvað auð Horfa

  • Fjölþætt sannfæring

    Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í dag og vísar á bug ásökunum um svipuhögg og fle Horfa

  • Blendnar tilfinningar

    Steingrímur J. Sigfússon sagði að það bærðust blendnar tilfinningar í hans brjósti að lokinni kosningu þar sem hann studdi þá tillögu að farið yrði í aðildarviðræður við ESB Horfa

Ekkert svar barst frá ytri þjóni. Vinsamlegast reynið aftur síðar. (500 Can't connect to mas:82)

Skoðanir annarra

Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson

Í hvaða liði eru stjórnvöld?

HINN 26. febrúar sl Meira

Árni Þór Sigurðsson

Hvers vegna sögðu Norðmenn NEI?

Frændur okkar Norðmenn hafa tvívegis efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu, ESB, (áður Evrópubandalaginu), árin 1972 og 1992 Meira

Lýður Árnason

Kæru landsfundarmenn

Aðildarumsókn í ESB er draumur samfylkingar. Sjálfstæðismenn hafa fram að þessu ekki deilt þessum draumi. Meira

Jóhanna Jónsdóttir

Evrópusamstarf sparar vinnu og peninga

Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur sparað íslensku stjórnsýsluna umtalsverða vinnu og fjármuni við mótun löggjafar, t.d. á sviði umhverfismála. Meira

Þorsteinn Ásgeirsson

“Kreppan” og ESB

BANKAHRUNIÐ og stöðvun útlána hefur sett stórt strik í fjárfestingarfyllirí landsmanna. Óraunhæft og brjálæðislegt húsnæðisverð hefur sigið á höfuðborgarsvæðinu og á eftir að síga enn Meira

Charles Wyplosz

Athugasemd við grein 32 hagfræðinga

  Á ÍSLANDI fara nú fram mikilvægar umræður um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Ég hef fengið tækifæri til að fylgjast lítillega með því sem rætt hefur verið og ritað Meira

Árni Johnsen

Örlög Íslands öruggust í höndum Íslendinga

Íslenskar tilfinningar munu aldrei þola forsjá  annarra þjóða Meira

Kristján Vigfússon

Efnahagsleg- og pólitísk staða Íslands

Ísland og íslendingar hafa fundið á eigin skinni hvernig það er að vera einir og hálf umkomulausir í samfélagi þjóðanna síðast liðna mánuði Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Því er gjarnan haldið fram af þeim sem vilja ganga í Evrópusambandið að innlimun í sambandið sé nauðsynleg til þess að við getum haft áhrif innan þess Meira

Ársæll Valfells og Heiðar Guðjónsson

Einhliða upptaka er lausn á gjaldeyrisvanda

Upptaka evru með inngöngu í ESB tæki of langan tíma, a.m.k. fimm ár. Því ber að íhuga vandlega einhliða upptöku gjaldmiðilsins. Meira

Elliði Vignisson

Eru aðildarviðræður nauðsynlegar til að kanna hvað ESB hefur upp á að bjóða?

Staðreyndin er sú að allir sem vilja geta séð hvað ESB hefur upp á að bjóða. Til þess þarf ekki aðildarviðræður. Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

Tilkoma evrunnar var fyrst og fremst hugsuð sem stórt samrunaskref innan Evrópusambandsins. Tilgangurinn var öðru fremur pólitískur en ekki efnahagslegur, þ.e Meira

Axel Hall, Ásgeir Daníelsson, Ásgeir Jónsson, Benedikt Stefánsson, Bjarni Már Gylfason, Edda Rós Kar...

Einhliða upptaka evru er engin töfralausn

Íslendingar glíma nú við afleiðingar gjaldeyris- og fjármálakreppu. Gjaldeyriskreppan er í raun enn óleyst en úrlausn hennar slegið á frest með upptöku hafta á fjármagnsviðskiptum Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Er EES-samningurinn orðinn úreltur?

Ekkert bendir til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sé orðinn úreltur þó ýmsir hafi vissulega orðið til þess í gegnum tíðina að halda því fram Meira

Jóhanna Jónsdóttir

EES felur ekki í sér hefðbundið neitunarvald

EES-samningurinn felur ekki í sér neiturnarvald miðað við hefðbundnar skilgreiningar á neitunarvaldi ríkja innan alþjóðastofnanna. Meira

Davíð Þór Björgvinsson

Fullveldi og framsal valdheimilda: Samanburður á ESB og EES

Hér verður leitast við að skýra hvernig álitaefni um framsal ríkisvalds (fullveldis) og þörf fyrir breytingu á stjórnarskrá horfa við með ólíkum hætti gagnvart Evrópusambandinu (ESB) og Evrópska efnah Meira

Hjörtur J. Guðmundsson

Getum við rekið þá?

Getum við rekið þá sem stjórna landinu okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er um lýðræðið. Meira

Hjörleifur Guttormsson

ESB-aðild, evra og atvinnuleysi

Þrautalendingin til að fullnægja evru-skilyrðum yrði aukið atvinnuleysi langt yfir þau mörk sem hér hafa ríkt eða talist ásættanleg undanfarna áratugi Meira

Skúli Helgason

Samstaða um Evrópu

Þess vegna er lykilatriði að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, jafnt þeirra sem eru hlynntir aðild og mótfallnir komi að mótun samningsmarkmiðanna. Meira

Þorvaldur Jóhannsson

Erum við skák og mát ? Átt þú ekki næsta leik?

 Á NÝBYRJUÐU ári velta margir því fyrir sér, hverra kosta er völ fyrir lýðveldið Ísland í kjölfar bankahrunsins mikla. Hverjum er um að kenna? Meira

Andrés Pétursson

Fagna liðsinni formanns LÍÚ

Evrópusambandsaðild og upptaka evru er raunhæf leið sem getur aðstoðað okkur að halda uppi samkeppnishæfi þjóðarinnar. Meira

Engilbert Ingvarsson

Gegn umsókn í ESB á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Fulltrúar á Landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Meira

Daniel Hannan

Áskorun til Íslendinga

Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins og raunin var í tilfelli okkar Breta. Meira

Pálmi Jónsson

Góðir íslendingar, er EBS lausn?

SKÚLI Thoroddsen ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið þann 14. des sl. Lokaorð greinarinnar eru; „að ekkert sé að óttast þó að af aðild Íslands verði….“ Hvar er þá fullveldi Íslands komið? Meira

Tengt efni