Bresk byggingafélög sameinast vegna „Íslandstaps"

Tvö ensk byggingarfélög, Yorkshire Building Society og Barnsley Building Society, tilkynntu í dag að þau undirbyggju nú sameiningu. Eru þetta sögð vera viðbrögð byggingarfélagsins í  Barnsley við því að væntanlega tapi það innistæðu sinni hjá íslenskum bönkum í Bretlandi.

Í yfirlýsingu frá félögunum tveimur, sem Reuters vitnar til, segir að stjórn Barnsley Building Society hafi leitað til Yorkshire Building Society eftir að ljóst varð að félagið þyrfti væntanlega að afskrifa 10 milljóna punda innistæður hjá Kaupthing Singer & Friedlander og Heritable bankanum sem Landsbankinn á. Eignir félagsins nema 376 milljónum punda. 

Byggingarfélagið í Yorkshire, sem er það þriðja stærsta á Englandi, ætlar að reyna að endurheimta innistæðurnar.

mbl.is

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl

Fimmtudaginn 18. apríl

Miðvikudaginn 17. apríl