Guðbjörg að semja við Djurgården

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Friðrik Tryggvason

Allt virðist nú stefna í að Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður úr Val, gangi til liðs við sænska félagið Djurgården í Stokkhólmi fyrir næstu leiktíð. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá gerði Djurgården Guðbjörgu tilboð og lét síðan Nadine Angerer, landsliðsmarkvörð Þýskalands, fara og þótti þá líklegt að Guðbjörg tæki við af henni.

Guðbjörg vildi ekki staðfesta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að búið væri að ganga frá samningi.

Djurgården hefur verið eitt sterkasta kvennaliðið í Svíþjóð og gangi það eftir að Guðbjörg fái samning þar verður það spennandi verkefni fyrir hana, ekki síst þar sem Angerer, sem varði mark liðsins í eitt ár, var látin fara til að rýma fyrir henni.

Guðbjörg æfði með Djurgården um skeið í fyrrahaust og því ljóst að forráðamenn félagsins hafa haft augastað á henni um tíma.

Guðbjörg hélt til Svíþjóðar á laugardaginn ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur úr KR, en ætlunin var að þær myndu líta á aðstæður hjá Kristianstad, sænska liðinu sem Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Vals, er nýtekin við. skuli@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Íþróttir, Íslenski fótboltinn — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl