Ábyrgðin bankanna

Páll Hreinsson kynnir skýrslu rannsóknarnefndarinnar á blaðamannafundinum.
Páll Hreinsson kynnir skýrslu rannsóknarnefndarinnar á blaðamannafundinum. Kristinn Ingvarsson

„Við verðum að bretta upp ermarnar og breyta því sem breyta þarf,“ sagði Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, þegar skýrsla nefndarinnar var kynnt á blaðamannafundi í gærmorgun.

Í skýrslunni er rakið hvernig fræjum fallsins var sáð innan bankanna og ef átt hefði að koma í veg fyrir það án þess að rýra verðmæti eigna þeirra verulega hefði átt að grípa til aðgerða í síðasta lagi árið 2006.

Höfð voru hörð orð um framferði stjórnenda og eigenda bankanna á blaðamannafundinum. Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur og nefndarmaður, sagði að eigendur bankanna hefðu átt óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé að því er virðist í krafti eignar sinnar. Í skýrslunni segir að rekstur bankanna virðist hafa snúist um að lána eigendum sem mest.

Bankarnir eru átaldir fyrir að hafa átt of mikið af veðum í eigin bréfum. Þá hafi eigið fé verið verulega ofmetið. Fjármögnun bankanna á hlutabréfum hvers annars hafi skapað mikla erfiðleika í kerfinu, sem hafi torveldað bönkunum að standa af sér lausafjárkreppu. Rannsóknarnefndin hefur sent ýmis mál innan úr bönkunum, sem grunur leikur á að feli í sér refsiverða háttsemi, til ríkissaksóknara til nánari rannsóknar.

Nefndin finnur að því að mikið hafi skort á að unnið hafi verið að viðbúnaðarmálum ríkisins á skipulegan og vandaðan hátt. „Rétt er þó að halda því til haga,“ segir síðan, „að rannsóknarnefndin telur ekki hægt að fullyrða að unnt hefði verið að bjarga íslensku bönkunum frá falli jafnvel þótt vandað hefði verið betur til viðbúnaðarvinnu á árinu 2008. Slíkar aðgerðir hefðu þurft að koma til miklu fyrr.“ Hins vegar hefði að mati nefndarinnar verið hægt að takmarka tjónið.

Nefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa átt þátt í að ýkja hið efnahagslega ójafnvægi sem leiddi til hrunsins. Sagði Sigríður að hvorki hefði verið brugðist við hagsveiflum, ofþenslu og vaxandi ójafnvægi í hagkerfinu með aðgerðum í ríkisfjármálum né peningastefnu.

Á blaðamannafundinum var spurt hvort einhver hefði gengist við ábyrgð af þeim sem komu fyrir nefndina. Páll svaraði að það hefði enginn þeirra gert.

Sjá nánar um skýrsluna um bankahrunið í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær