Um þúsund manns á mótmælafundi í Reykjavík

Frá fundinum á Ingólfstorgi í dag.
Frá fundinum á Ingólfstorgi í dag. mbl.is/Kristinn

Um þúsund manns tóku þátt í mótmælafundi gegn hugsanlegri innrás í Írak, sem haldinn var á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag. Eftir fundinn á Ingólfstorgi gengu fundarmenn Austurstrætið og afhentu síðan ályktun fundarins við Stjórnarráðið. Þá var gengið að breska sendiráðinu og því bandaríska og látið í ljós andúð á hugsanlegri innrás. Að sögn lögreglu fóru mótmælin friðsamlega fram. Mótmæli voru í hundruðum bæja og borga um allan heim í dag.

Það voru Samtökin Átak gegn stríði sem stóðu að útifundinum Ingólfstorgi í dag. Hópurinn mótmælti fyrirhuguðu stríði Bandaríkjanna og Bretlands gegn Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við þessi áform.

Hér er hægt að skoða myndir frá mótmælafundum í ýmsum borgum í dag.

Frá mótmælafundi í London.
Frá mótmælafundi í London. AP
Frá mótmælafundi í Vín í Austurríki.
Frá mótmælafundi í Vín í Austurríki. AP
Mótmælafundur í Amsterdam í Hollandi.
Mótmælafundur í Amsterdam í Hollandi. AP
Frá mótmælafundi í Strassborg í Frakklandi.
Frá mótmælafundi í Strassborg í Frakklandi. AP
Frá mótmælafundi við Brandenborgarhliðið í Berlín.
Frá mótmælafundi við Brandenborgarhliðið í Berlín. AP
Frá mótmælunum í Róm.
Frá mótmælunum í Róm. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert