Fegurðardrottning reynir að milda Saddam

Alexandra Vodjanikova við komuna til Bagdad í kvöld.
Alexandra Vodjanikova við komuna til Bagdad í kvöld. AP

Alexandra Vodjanikova, sem kjörin var ungfrú Þýskaland í janúar, kom undir kvöld til Bagdad, höfuðborgar Íraks, í þeirri von að fá Saddam Hussein forseta landsins til að láta undan öllum kröfum vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna og bægja þannig frá hættu á stríði. Þegar Vodjanikova var kjörin ungfrú Þýskaland var hún spurð hvaða þjóðarleiðtoga hún vildi helst hitta og það stóð ekki á svarinu: Saddam Hussein. Vodjanikova, sem er 19 ára gömul, sagði við blaðamenn við komuna til Saddam-flugvallar, að hún vildi einnig heimsækja sjúkrahús og góðgerðarstofnanir meðan á vikulangri dvöl hennar stendur. Hún nemur hagfræði í München og verður fulltrúi lands síns í keppninni um ungfrú alheim í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler