Jón Már Héðinsson skipaður skólameistari MA

Menntamálaráðherra hefur skipað Jón Má Héðinsson í embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri til fimm ára frá 1. ágúst 2003 að telja. Jón Már hefur starfað við Menntaskólann á Akureyri frá árinu 1980, var áfangastjóri frá 1990 - 1996 og frá árinu 1996 hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólameistara.

Sjö umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Menntaskólans á Akureyri til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Jóni Má Héðinssyni yrði veitt embættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert