Ofurþota Airbus slær í gegn í París

Airbus A380-ofurþota í litum flugfélagsins Emirates.
Airbus A380-ofurþota í litum flugfélagsins Emirates.

Evrópsku flugvélaverksmiðjurnar Airbus og kóreska flugfélagið Korean Air undirrituðu á Parísarflugsýningunni í dag minnisblað um kaup kóreska félagsins á fimm A380-800 ofurþotum af Airbus auk þess sem félagið gerði óstaðfesta pöntun í þrjár slíkar þotur til viðbótar. Þykir þotan hafa stolið senunni á flugsýningunni.

Verðlistaverð ofurþotunnar er 275 milljónir dollarar eða sem svarar 20,1 milljarði króna. Heildarverð vélanna fimm - sem kaup eru staðfest á - er því 100 milljarðar króna. Endanlega verður gengið frá samningi um kaupin á næstu tveimur mánuðum, að sögn Airbus, og er miðað við að þoturnar verði afhentar frá og með árinu 2007.

Með kaupum Korean Air hafa 11 flugfélög og flugrekstraraðilar skrifað undir bindandi samninga um kaup á 129 A380-þotum sem eru óvenju langdrægar og geta flutt á sjötta hundrað farþega milli heimsálfa án viðkomu á leiðinni. Farþegarýmið er tveggja hæða.

Fjárfesting Airbus í smíði A380-þotunnar nemur um 10,7 milljörðum evra en gert er ráð fyrir fyrsta flugi þotunnar árið 2005 en smíðaverkefninu var hleypt af stökkum á þúsaldarárinu, árið 2000. Segja forsvarsmenn Airbus að verksmiðjurnar séu nú þegar á undan áætlun. Pantanir hafi þegar borist í allar þotur sem ráðgert er að komi til afhendingar á árunum 2006 og 2007 og ný félög sem ráðgeri kaup á henni geti í fyrsta lagi fengið slíka flugvél árið 2008.

Á mánudag tilkynnti flugfélag Sameinuðu furstadæmisins, Emirates, um staðfest kaup ´´a 41 Airbus-þotu, þar af 21 A380-þotu, alls að verðmæti 12,5 milljarða dollara. Áður hafði Emirates pantað 22 A380-þotur og skuldbundið sig til að leigja tvær frá flugvélaleigufélaginu ILFC og áætlar því að verða með 45 Airbus-ofurþotur í þjónustu sinni. Mun félagið hefja notkun flugvéla af þessu tagi frá og með árinu 2006.

Airbus A340-600 þota lendir eftir sýningarflug yfir Le Bourget flugvellinum …
Airbus A340-600 þota lendir eftir sýningarflug yfir Le Bourget flugvellinum í París en þar stendur flugsýning, sem kennd er við borgina, nú yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK