Barry White látinn

Barry White var 58 ára að aldri.
Barry White var 58 ára að aldri. AP

Bandaríski söngvarinn Barry White, lést í dag úr hjartabilun, en White var 58 ára að aldri. Ned Shankman, umboðsmaður söngvarans, sagði að hann hefði látist snemma í morgun á heilsugæslustöð í Los Angeles.

White, sem var heilsulítill síðustu árin, fékk slag í maí og hafði beðið eftir lifrarígræðslu frá því í september.

White, sem stundum var nefndur ástarrostungurinn, var einkum þekktur fyrir lögin "Can't Get Enough of Your Love" og "You're The First, The Last, My Everything”.

Hann hóf feril sinn á sjöunda áratug 20. aldar en ferillinn náði hámarki á svokölluðu diskótímabili. Vinsældir hans dvínuðu á níunda áratugnum, en söngvarinn sló aftur í gegn þegar hann gaf út safnplötu með sínum bestu lögum.

Jafnframt vann hann til Grammy-verðlauna fyrir breiðskífuna “Staying Power” árið 2000. Þá kom hann fram í Ally McBeal-sjónvarpsþáttunum og tók þátt í gerð Simpson-teiknimyndaþáttanna á síðustu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant