Busarnir í bílaþvotti á Húsavík

Einn þeirra sem keypti þessa þjónustu var Gunnar Skarphéðinsson bílstjóri …
Einn  þeirra sem keypti þessa þjónustu var Gunnar Skarphéðinsson bílstjóri hjá Alla Geira ehf. og var hann hinn ánægðasti með þvottinn hjá krökkunum. Eiríkur Fannar Jónsson mundar þvottakústinn. mbl.is/Hafþór

Það var mikið um að vera á þvottaplani Essó á Húsavík síðdegis þegar fréttaritari Morgunblaðsins átti þar leið um.  Þar voru bíleigendum boðið upp á þvott á bílum sínum gegn vægu gjaldi og þeir sem stjórnuðu þvottakústunum voru nýnemar Framhaldsskólans á Húsavík, busarnir svokölluðu. Ekki er það nú svo gott að nýnemarnir njóti góðs af verkinu því útskriftarnemar skólans stjórnuðu verkinu og hirtu innkomuna.  Er þetta hluti af innvígslu nýnemanna í skólann.

  Framhaldsskólinn á Húsavík var settur sl. mánudag og eru nemendur í dagskóla 156 talsins sem er talsverð fjölgun frá í fyrra.  Þá munu 12 nemendur frá Raufarhöfn stunda fjarnám  við skólann í vetur, í einum til tveimur áföngum hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert