Eggjum og rauðum pipar kastað að félögum í Greenpeace

Rainbow Warrior, flaggskip Grænfriðunga.
Rainbow Warrior, flaggskip Grænfriðunga.

Félagar í umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace segja að ekki hafi allir Íslendingar tekið þeim opnum örmum og greina frá því að fólk hafi kastað í sig eggjum í Reykjavík, en samtökin eru á ferðalagi hér á landi til þess að mótmæla vísindaveiðum á hrefnu.

Fram kemur á vefsvæði Grænfriðunga að þegar fólkið hafi orðið uppiskroppa með eggin hafi það kastað rauðum pipar (chilli) að félögum í samtökunum. Þá tóku nokkrir drengir sig til og grilluðu hrefnukjöt á höfninni í Faxagarði, þar sem Rainbow Warrior, flaggskip Grænfriðunga, lá áður en það hélt í ferð um landið. Þeir mættu einnig daginn eftir með enn stærra grill, en urðu tortryggnir þegar félagar í samtökunum buðu þeim um borð.

"Klukkustund síðar spurðu drengirnir hvort þeir mættu ekki slást í för með félögum samtakanna á ferð í kringum landið," segir á heimasvæði Greenpeace.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert