Landsbankinn nær yfirráðum í Eimskip

Landsbankinn og aðilar honum tengdir hafa náð yfirráðum í Eimskipafélagi Íslands í flóknum viðskiptum sem gert hefur verið samkomulag um í dag. Á eftir verður eignarhlutfall Landsbankans og skyldra félaga í Eimskipafélaginu rúm 30%. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að í dag verði væntanlega farið fram á hluthafafund í Eimskipafélaginu. Þá verður eftir hádegið að öllum líkindum tilkynnt um náið samstarf eða samruna Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra.

Lokað hefur verið fyrir viðskipti með bréf Eimskipafélagsins, Landsbanka, Íslandsbanka, Sjóvár-Almennra, Flugleiða og Straums í morgun. Samkvæmt upplýsingum mbl.is. snýst samkomulagið um það, að Burðarási, dótturfélagi Eimskips, verður í raun skipt upp. Straumur kaupir bréf Burðaráss í Eimskip, Íslandsbanka, Flugleiðum, Sjóvá-Almennum og Steinhóli, eignarhaldsfélagi Skeljungs. Straumur selur síðan Landsbankanum bréfin í Eimskip og Landsbankinn selur Íslandsbanka hlut sinn í Straumi.

Björgólfur Guðmundsson, einn af aðaleigendum Landsbankans, sagði nýlega í yfirlýsingu, að markmið hans væri að losa um flókin eignatengsl í félögum og auka arðsemi þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK