Íslandsbanki kaupir 33% hlut í Sjóvá-Almennum

Íslandsbanki hefur keypt 33% hlut í Sjóvá-Almennum og stefnir á …
Íslandsbanki hefur keypt 33% hlut í Sjóvá-Almennum og stefnir á að eignast félagið allt.

Íslandsbanki hf. hefur samið um kaup á samtals 33% hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. á verðinu 37. Seljendur eru úr hópi stærstu hluthafa. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands, að í framhaldi af kaupunum hyggst bankinn gera öðrum hluthöfum Sjóvá-Almennra yfirtökutilboð með því markmiði að eignast félagið að fullu með það að markmiði að Sjóvá-Almennar verði dótturfélag Íslandsbanka og þar með sjöunda afkomusvið bankans. Þannig muni bankinn veita viðskiptavinum sínum heildstæða fjármálaþjónustu, þ.m.t. á sviði trygginga.

Á blaðamannafundi, þar sem kaupin voru kynnt, kom fram að samanlagt markaðsvirði félaganna tveggja sé um 73 milljarðar króna. Hluthöfum Sjóvár-Almennra verður gert yfirtökutilboð á genginu 37 og verður greitt fyrir kaupin með bréfum í Íslandsbanka. Mun bankinn gefa út nýtt hlutafé, að nafnvirði 1,5 milljarðar króna og verður hlutafé bankans þá 10,5 milljarðar að nafnvirði. Einnig mun bankinn kaupa eigin bréf á markaði.

Fram kemur í tilkynningu Íslandsbanka, að bankinn hafi óskað eftir heimild Fjármálaeftirlitsins til að eiga virkan eignarhlut í félaginu. Markmið kaupanna er að auka hag viðskiptavina og hluthafa með aukinni þjónustu, bættri áhættudreifingu tekna og samlegðaráhrifum bæði í tekjum og kostnaði.

Fram kom í gær að félög í eigu bræðranna Benedikts Sveinssonar, stjórnarformanns Sjóvár-Almennra, og Einars Sveinssonar forstjóra keyptu tæplega 48,6 milljónir króna að nafnverði í Sjóvá-Almennum á genginu 40.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK