Eddan

Dagur Kári Pétursson, höfundur Nóa albínóa, tekur við einum af …
Dagur Kári Pétursson, höfundur Nóa albínóa, tekur við einum af mörgum Edduverðlaunum sínum í kvöld. mbl.is/Þorkell

Nói albínói sópaði að sér Edduverðlaunum sem veitt voru í kvöld. Myndin var valin bíómynd ársins, Dagur Kári Pétursson var valinn leikstjóri ársins og handritshöfundur ársins auk þess sem Tómas Lemarquis var valinn leikari ársins fyrir leik í titilhlutverkinu. Þá var Þröstur Leó Gunnarsson valinn leikari ársins í aukahlutverki í myndinni auk þess sem Nói albínói fékk verðlaun fyrir leikmynd.

Eddu-hátíðin var haldin í húsakynnum Nordica hótels við Suðurlandsbraut. Verðlaunahafar voru valdir í sérstakri kosningu Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar en einnig gat almenningur látið álit sitt í ljós á mbl.is og giltu þau atkvæði 30%.

Sigurvegarar í einstökum flokkum voru eftirtaldir:

Leikari ársins
Tómas Lemarquis fyrir Nóa albínóa

Leikkona ársins
Sigurlaug (Didda) Jónsdóttir fyrir Stormviðri

Leikari ársins í aukahlutverki
Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Nóa albínóa

Leikkona ársina í aukahlutverki
Edda Heiðrún Backman fyrir Áramótaskaupið 2002

Sjónvarpsþáttur ársins
Sjálfstætt fólk
Umsjón: Jón Ársæll Þórðarson. Dagskrárgerð: Jón Ársæll Þórðarson og Steingrímur Jón Þórðarson. Framleiðandi: Stöð 2

Sjónvarpsfréttamaður ársins
Ómar Ragnarsson, Sjónvarpinu

Heimildarmynd ársins:
Hlemmur
Stjórnandi: Ólafur Sveinsson. Framleiðendur: Gerd Haag/Ólafur Sveinsson

Hljóð og mynd
Sigurrós, fyrir tónlist í Hlemmi

Útlit myndar
Jón Steinar Ragnarsson, fyrir leikmynd í Nóa albinóa

Handrit ársins
Dagur Kári Pétursson, fyrir Nóa albinóa

Leikstjóri ársins
Dagur Kári Pétursson fyrir Nóa albinóa

Bíómynd ársins
Nói albínói
Leikstjóri: Dagur Kári Pétursson. Handrit: Dagur Kári Pétursson. Framleiðendur: Skúli Malmquist og Þórir Snær Sigurjónsson/Zik Zak kvikmyndir.

Stuttmynd ársins
Karamellumyndin
Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson. Handrit: Gunnar B. Guðmundsson. Framleiðendur: Davíð Már Bjarnason, Óskar Þór Axelsson/Þeir tveir

Tónlistarmyndband ársins
Mess it up (Quarashi)
Leikstjóri: Gaukur Úlfarsson. Framleiðandi: Skífan

Heiðursverðlaun 2003
Knútur Hallsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fyrir framlag sitt til kvikmyndamála á Íslandi

Sjónvarpsmaður ársins
Gísli Marteinn Baldursson

Edda Heiðrún Backman fékk Edduna fyrir bestan leik í aukahlutverki.
Edda Heiðrún Backman fékk Edduna fyrir bestan leik í aukahlutverki. mbl.is/Þorkell
Quarashi fékk verðlaun fyrir besta myndbandið.
Quarashi fékk verðlaun fyrir besta myndbandið. mbl.is/Þorkell
Gísli Marteinn Baldursson var kjörinn sjónvarpsmaður ársins.
Gísli Marteinn Baldursson var kjörinn sjónvarpsmaður ársins. mbl.is/Þorkell
Jón Steinar Ragnarsson fékk verðlaun fyrir leikmynd í Nóa albinóa.
Jón Steinar Ragnarsson fékk verðlaun fyrir leikmynd í Nóa albinóa.
Ómar Ragnarsson var útnefndur sjónvarpsfréttamaður ársins.
Ómar Ragnarsson var útnefndur sjónvarpsfréttamaður ársins. mbl.is/Þorkell
Didda var útnefnd leikkona ársins.
Didda var útnefnd leikkona ársins. mbl.is/Þorkell
Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fékk Heiðursverðlaun Edduhátíðarinnar.
Knútur Hallsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fékk Heiðursverðlaun Edduhátíðarinnar. mbl.is/Þorkell
Gunnar B. Guðmundsson tók við verðlaunum fyrir stuttmynd ársins, Karamellumyndina.
Gunnar B. Guðmundsson tók við verðlaunum fyrir stuttmynd ársins, Karamellumyndina. mbl.is/Þorkell
Eva María Jónsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) voru kynnar …
Eva María Jónsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) voru kynnar á Edduhátíðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant