Tölvunarfræðinemar úr HR hljóta nýsköpunarverðlaun

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir nemendunum úr HÍR nýsköpunarverðlaunin …
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir nemendunum úr HÍR nýsköpunarverðlaunin að Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fjórir nemendur úr tölvunarfræðideild HR hlutu í dag Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands fyrir rannsóknir sínar á meðhöndlun fyrirspurna í tónlistargagnagrunna. Hópurinn hefur hannað kerfi sem gerir notendum kleift að leita að tónlist í gagnasöfnum með því að söngla, flauta eða syngja brot úr laglínu.

Hefðbundin leit í tónlistarefni á tölvutæku formi felst í leit í gagnasöfnum sem geyma upplýsingar um tónlistina, t.d. nafn á lagi, flytjanda, lagahöfundi eða tónlistarstefnu. Nýja kerfið, sem nefnt hefur verið G3E, býður hins vegar upp á leit í innihaldi tónlistarinnar sjálfrar með því að gera sönglfyrirspurnir (e. query by humming). Þá er gerður hljóðrænn samanburður á laglínu frá notanda og gögnum í gagnagrunni. Helsti kostur þessarar aðferðar er að hún krefst engrar tónlistarþekkingar notanda.

Verðlaunahafarnir eru Freyr Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Jóhann Grétarsson og Ólafur Örvar Guðjónsson, en leiðbeinandi þeirra var dr. Björn Þór Jónsson, dósent við tölvunarfræðideild.

Heimasíða Háskólans í Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert