21 ný íbúðarlóð á Hallormsstað

Brátt hefjast framkvæmdir samkvæmt deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði á Hallormsstað, en úthlutun íbúðarlóða á svæðinu hófst fyrir nokkru. Samkvæmt deiliskipulagi verður 21 lóð á þessu nýja svæði við göturnar Fjósakamb og Réttarkamb.

Gatnagerð á svæðinu verður í höndum Stálstjarna á Seyðisfirði og er áformað að framkvæmdir hefjast í apríl. Áætlanir gera ráð fyrir að 11 lóðir verði byggingarhæfar seinnipart júnímánaðar. Þegar er búið að úthluta 3 lóðum og verði eftirspurn meiri en framboð, er hægt að bæta við lóðum í hverfinu, að því er fram kemur á vef Austur-Héraðs.

Þetta nýja íbúðasvæði er í algrónu skóglendi á einu veðursælasta svæði landsins í Hallormsstaðaskógi. Hallormsstaðaskóli (grunnskóli) og leikskólinn Skógarsel eru í göngufæri frá svæðinu, ásamt íþróttahúsi og sundlaug. Atlavík, einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, er í næsta nágrenni.

Egilsstaðir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert