Leiðtogi Hamas lést eftir loftárás Ísraela

Rantisi fluttur á sjúkrahús eftir árásina.
Rantisi fluttur á sjúkrahús eftir árásina. AP

Abdel Aziz Rantisi, leiðtogi Hamas samtakanna á Gasasvæðinu lést eftir loftárás Ísraela á bíl hans í Gasaborg í dag. Mohammed, sonur Rantisis, og lífvörður hans, létust einnig í árásinni, að því er heimildir frá sjúkrahúsi í borginni herma.

Rantisi tók við forustu Hamas á Gasasvæðinu eftir að Ísraelsmenn drápu Ahmed Yassin, stofnanda og trúarlegan leiðtoga samtakanna, í loftárás í mars.

Flugskeytum var skotið á bíl Rantisis skammt frá heimili hans í dag. Rantisi var fluttur á sjúkrahús og þar lést hann skömmu síðar.

Ísraelsmenn hafa áður reynt að ráða Rantisi af dögum.

Abdel Aziz Rantisi lét lífið í árás Ísraelsmanna í dag.
Abdel Aziz Rantisi lét lífið í árás Ísraelsmanna í dag. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert