Disney stöðvar heimildarmynd sem er gagnrýnin á Bush

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore.

Walt Disney-fyrirtækið hefur beitt sér þann veg að dótturfélagið Miramax dreifi ekki heimildarmynd eftir kvikmyndaleikstjórann Michael Moore þar sem sett er fram gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta, að því er New York Times skýrir frá í dag og vitnar til fulltrúar beggja fyrirtækjanna.

Í kvikmyndinni, sem ber nafnið „Farenheit 911“, er stefna Bush fyrir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september árið 2001, gagnrýnd og lýst tengslum Bush-fjölskyldunnar við sádi-arabíska auðkýfinga, þar á meðal fjölskyldu al-Qaeda-leiðtogans Osama bin Laden.

Myndina áformar Moore að sýna á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðar í maí en hún fæst ekki sýnd í Bandaríkjunum meðan bann Disney-fyrirtækisins gildir. Í henni er lýst hlutdeild stjórnar Bush við að bjarga skyldmennum bin Laden burt frá Bandaríkjunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna.

Talsmenn Miramax hyggst freista þess að reyna að fá Disney ofan af banninu enda telja forsvarsmenn félagsins það falla utan sérstakra samstarfssamninga fyrirtækjanna. Talsmenn Disney segja dreifingarbannið ófrávíkjanlegt.

Bush forseti mætir til kosningafundar í Trotwood í Ohioríki í …
Bush forseti mætir til kosningafundar í Trotwood í Ohioríki í gær, 4. maí. aP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert