Hætt við að banna börnum í Ástralíu að sjá Harry Potter

JK Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, ásamt leikurum í …
JK Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, ásamt leikurum í nýjustu Harry Potter kvikmyndinni.. AP

Átralskir kvikmyndaeftirlitsmenn óttast greinilega fjölkynngi ungra aðdáenda Harrys Potters og hafa ákveðið að falla frá þeirri kröfu að 15 ára aldurstakmark verði sett á myndina Harry Potter og fanginn í Azkaban. Þess í stað verður börnum heimilt að sjá myndina í fylgd foreldra sinna.

Uppnám varð í Ástralíu þegar fréttist að kvikmyndaeftirlit landsins ætlaði banna myndina fyrir 15 ára og yngri á þeirri forsendu að í henni sæjust árásir varúlfa og fleiri atriði sem gerðu hana að eins konar hryllingsmynd.

Dreifingarfyrirtækið Village Roadshow áfrýjaði ákvörðun kvikmyndaeftirlitsins til sérstakrar áfrýjunarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að banna börnum að sjá myndina frekar en fyrri myndirnar tvær um galdrastrákinn.

Kvikmyndin verður frumsýnd í Ástralíu í vikunni. Myndin hefur fengið metaðsókn víða um heim, þar á meðal hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler