Krónprins Norðmanna heimsótti Siglufjörð

Krónprinsinn á torginu í miðbæ Siglufjarðar í dag.
Krónprinsinn á torginu í miðbæ Siglufjarðar í dag. mbl.is/Skapti

Hákon, krónprins Norðmanna, heimsótti í dag Siglufjörð ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Jafnframt var Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra með í för, en húb er siglfirsk í aðra ættina og norsk í hina og jafnframt samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi. Guðný Pálsdóttir, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar var í forsvari fyrir heimamenn og fór með krónprinsinum og forsetanum um bæinn. Fjöldi manns tók á móti gestunum á torginu í bænum.

Skoðuðu gestirnir meðal annars Síldarminjasafnið í bænum og vígði Hákon krónprins nýjan hluta þess, sem nefnist Bátahúsið. Þá var haldið í íþróttahús bæjarins þar sem skipslíkön voru skoðuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert