Köngulóarmaðurinn kleif hæstu byggingu heims

Roberts veifar til mannfjöldans í Taipei í morgun.
Roberts veifar til mannfjöldans í Taipei í morgun. AP

Frakkinn Alain Robert setti persónulegt met í Taívan í morgun þegar hann kleif Taipei 101, stærstu byggingu heims. Robert, sem hefur sérhæft sig í að klífa háar byggingar, var fjórar klukkustundir á leiðinni upp þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem best: rigning og rok.

Byggingin er 508 metra há. „Þetta er ótrúlegt," sagði Robertst efti að hann hafði náð toppi hússins og veifaði til hundruð manna sem höfðu fylgst með húsgöngunni.

Robert, sem nefnir sig Köngulóarmanninn, hefur klifið margar af þekktustu byggingum heims, svo sem Eiffelturninn í París, Empire State bygginguna í New York, Óperuhúsið í Sydney og Petronas turnana í Kuala Lumpur.

Taivan 101 varð hæsta bygging heims 17. október þegar trjóna var sett á húsið. Framkvæmdum við húsið lýkur um áramótin og verður það opnað almenningi í byrjun næsta árs. Byggingin kostaði 58 milljarða Taívandali, jafnvirði 112 milljarða króna, og fjármálastofnun í Taipei fjármagnaði hana. Fimm hæða verslunarmiðstöð var opnuð í neðstu hæðum hússins á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant