Talið að hundur kunni að hafa keyrt bíl út í sjó á Eskifirði í morgun

Fiskikarið sem var aftan á bílnum var hið eina sem …
Fiskikarið sem var aftan á bílnum var hið eina sem sást fljóta í höfninni eftir að bíllinn fór út í í morgun. mbl.is/Helgi Garðarsson

Talið er að hundur kunni að hafa keyrt bíl út í sjó á Eskifirði í morgun. Verið er að fá kafara á svæðið til að rannsaka málið. Fréttaritari Morgunblaðsins segir að eigandi bílsins hafi skilið hundinn sinn eftir í bílnum á meðan hann skrapp til að sinna erindi í vigtarskúrnum á höfninni. Þegar hann kom aftur var bíllinn horfinn og búið að keyra hann nokkra tugi metra eftir bryggjunni og út í sjó. Hafa menn leitt að því getgátur hvort hundurinn kunni að hafa tekið bílinn úr gír og hann því runnið beina leið út í sjó. Talið er að hundurinn sé enn í bílnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert