Gripinn glóðvolgur með nærföt kvenna

Fullorðinn maður var handtekinn á Laugavegi eftir að hafa brotist þar inn í búð sem selur nærföt á konur.

Maðurinn, sem að sögn lögreglunnar er utanbæjarmaður að norðan, virðist ekki hafa haft þolinmæði að bíða eftir opnun verslunarinnar, braut rúðu og sótti sér kvennærbuxur.

Að því loknu gekk hann sem leið áleiðis niður Laugaveg þar sem laganna verðir veittu honum athygli með nærfatið í hendinni, en atvikið átti sér stað skömmu fyrir opnun verslunarinnar sl. laugardag.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að viðkomandi hefur verið haldinn þeirri áráttu að komast yfir kvennærfatnað - og það sem mest af honum, að sögn lögreglunnar í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert