Hæstiréttur Bandaríkjanna neitar að skerast í leikinn í máli Terri Schiavo

Mary og Bob Schindler, foreldrar Terri Schiavo.
Mary og Bob Schindler, foreldrar Terri Schiavo. AP

Hæstiréttur í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni foreldra Terri Schiavo um aðtaka fyrir mál Terri Schiavo, konunnar sem er alvarlega heilasködduð en hefur verið haldið á lífi í 15 ár. Báðu þau réttinn um að fyrirskipa að slanga sem veitir henni næringu verði aftur tengd við hana svo hún lifi áfram, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Slangan var aftengd á föstudag í síðustu viku.

Eiginmaður hennar hefur barist fyrir því að hún fái að deyja og segir að það hafi verið ósk hennar sjálfrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert