Ísland kemur ekki vel út í Billy-vísitölunni

Hvít Billy-bókahilla frá Ikea er dýrust á Íslandi af öllum Norðurlöndunum, samkvæmt svokallaðri „Billy-vísitölu“ sem Aftenposten birtir, en þar er borið saman verð á þessu húsgagni í nokkrum löndum. Er Ísland reyndar næst-efst á listanum, og er Billy aðeins dýrari í Ísrael en á Íslandi.

Á Íslandi kostar Billy 4.900 krónur, eða sem svarar 497,8 norskum krónum. Í Ísrael kostar þessi vinsæla hilla sem svarar rétt rúmum 500 norskum krónum. Á Norðurlöndunum er hún ódýrust í Danmörku, á sem svarar 328 NOK. Þar er hún ódýrari en hjá Kínverjum, sem selja hana á 342,4 NOK.

Af þeim löndum sem eru á lista Aftenposten er Billy ódýrastur í Þýskalandi, þar sem hann er á 286,2 NOK, og er það ennfremur eina landið þar sem hillan er undir 300 norskum krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK