Sjálfsmynd Þjóðverja mun verri en ímynd þeirra erlendis

Rigning í Þýskalandi..
Rigning í Þýskalandi.. AP

Hátt í helmingur Þjóðverja telur að heimsbyggðinni líki ekki vel við Þýskaland, en raunin er sú, samkvæmt nýrri könnun, að viðhorf fólks í öðrum Vestur-Evrópuríkjum í garð Þýskalands er jákvæðara en í garð margra annarra stórþjóða, eins og til dæmis Bandaríkjanna, Frakklands, Kína og Japans.

Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar viðhorfskönnunar sem Pew-rannsóknarmiðstöðin gerði telur 51% Þjóðverja að viðhorf heimsbyggðarinnar í garð Þýskalands sé almennt jákvætt, en lítið færri, eða 43%, telja að heimsbyggðinni sé almennt í nöp við Þýskaland.

Aftur á móti telja 80% Frakka að heimsbyggðinni líki vel við Frakkland, og aðeins 19% telja svo ekki vera. Staðreyndin er þó sú, að í tíu af þeim 16 ríkjum sem könnunin var gerð í er viðhorf almennings jákvæðara í garð Þýskalands en Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert