Fjöldi fólks minnist voðaverkanna í Srebrenica

Koma grætur við gröf í Potocarií nágrenni Srebrenica.
Koma grætur við gröf í Potocarií nágrenni Srebrenica. AP

Líkamsleifar 610 fórnarlamba fjöldamorðanna í Srebrenica í Bosníu verða grafin við hátíðlega athöfn í Potocari, í nágrenni Srebrenica í dag en talið er að um 50.000 manns munu taka þátt í ýmsum minningarathöfnum um þá 8.000 múslíma sem teknir voru af lífi í nágrenni bæjarins fyrir tíu árum.

Boris Tadic, forseti Serbíu, er meðal þeirra sem kominn er til Bosníu til að vera viðstaddur hina opinberu minningarathöfn þar en komu hans hefur verið mótmælt af aðstandendum fórnarlambanna sem segja hann halda hlífiskildi yfir þeim sem báru ábyrgð á voðaverkunum.

Líkamsleifar 5.000 manna hafa fundist í fjöldagröfum á svæðinu og hafa kennsl verið borin á 2.032 þeirra. Þá eru nýjar upplýsingar um fjöldagrafir á svæðinu enn að berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert