Segir ESB hafa verið pólitískt verkefni fyrir fáa útvalda

Margot Wallstrom, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.
Margot Wallstrom, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB. Reuter

Margot Wallström, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur gagnrýnt ESB og sagt að það hafi hingað til eingöngu verið pólitískt verkefni fyrir fáa útvalda. Hún segir ESB hafa ekki náð að tengjast fólkinu og hefur kallað eftir því að upplýsingastefna sambandsins verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.

Wallström segir nauðsynlegt að upplýsingastefna ESB verði aðgengilegri og lýðræðislegri. „Þetta hefur verið verkefni fyrir fáa útvalda, útvaldra pólitíkusa. Það hefur gengið þar til nú,“ segir Wallstrom þegar hún velti fyrir sér hvers vegna bæði Frakkar og Hollendingar samþykktu ekki sameiginlega stjórnarskrá ESB. Hún spurði m.a. hvort að evrópskt lýðræði hafi nokkurn tíma verið til.

Wallstrom kynnti til sögunnar áætlun um samræðu milli Evrópubúa í ljósi mikillar andstöðu við sameinaðri Evrópu. Hún tók fram að þetta væri ekki björgunaraðgerð til þess að bjarga stjórnarskránni sem hafi verið hafnað. José Manuel Barroso, forseti ESB, hefur sagt að sameiginleg stjórnarskrá fyrir Evrópu hafi hlotið pólitískan dauðadóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert