Konur troðfylltu Sjallann á Akureyri

Konur ganga fylktu liði til fundar í Sjallanum.
Konur ganga fylktu liði til fundar í Sjallanum. mbl.is/Kristján

Mikill fjöldi kvenna á öllum aldri, mætti á hátíðar- og baráttufund í Sjallanum á Akureyri í dag, í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Þarna voru líka nokkrir karlmenn. Sjallinn var orðinn troðfullur af fólki áður en dagskrá í tali og tónum hófst og þurfti hópur fólks að standa utan dyra og hlýða á dagskrána í hátalakerfi.

Einhverjar konur snéru frá Sjallanum og settust inn á nálæg kaffihús. Höfðu konur, sem stóðu utan dyra, á orði að nær hefði verið að halda fundinn á Ráðhústorgi eða í Íþróttahöllinni. Dagskráin í Sjallanum hófst kl. 15 en strax kl. 14.08 sáust konur ganga út af vinnustöðum sínum og halda í átt að Sjallanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert