Fellibyljatímabilið í Atlantshafinu: Beta 23. hitabeltisstormurinn

Hitabeltisstomurinn Beta er 23 stormurinn sem myndast á fellibyljatímabilinu í …
Hitabeltisstomurinn Beta er 23 stormurinn sem myndast á fellibyljatímabilinu í Atlantshafinu. Aldrei fleiri stormar hafa mælst frá því mælingar hófust árið 1851. Reuters

Hitabeltisstormurinn Beta myndaðist í dag í Karabíska hafinu, en Beta er 23. hitabeltisstormurinn sem myndast í tengslum við fellibyljatímabilið í Atlantshafinu. Aldrei hafa svo margir stormar myndast á svæðinu frá því að mælingar hófust árið 1851. Bandarískir veðurfræðingar eiga ekki von á því að stormurinn muni ógna Bandaríkjunum.

Stormviðvörun hefur verið gefin út á eyjunum San Andres og Providencia í Karabíska hafinu, en búist er við mikilli rigningu og miklu hvassviðri þar í dag.

Jafnframt hefur verið gefin út stormviðvörun við strandlengju Níkaragva og nálægum eyjum. Að sögn veðurfræðinga er jafnvel möguleiki á því að stormurinn umbreytist í fellibyl.

Búist er við að 25-38 cm úrkomu vegna Betu í vesturhluta Panama, í Kosta Ríku og Níkaragva.

Í síðustu viku myndaðist hitabeltisstormurinn Alpha. Var það í fyrsta sinn sem stafir gríska stafrófsins, sem eru notaðir til þess að nefna stormana, kláruðust. Þurfti því að byrja aftur á A.

Fyrra metið var 21 stormur árið 1933.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert