Spánn hyggst rannsaka meint fangaflug CIA þar í landi

Spænsk yfirvöld munu hefja rannsókn á þeim fullyrðingum að flugvélar bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hafi millilent á laun á Spáni með meinta hryðjuverkamenn í haldi innanborðs. Innanríkisráðherra Spánar, Jose Antonio Alonso, gerði grein fyrir þessu í spænsku sjónvarp í dag.

Hann sagði að ef fullyrðingarnar reyndust vera sannar þá yrði það til þess að samskipti Bandaríkjanna og Spánar myndu skaðast.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum notuðu CIA Palma flugvöllinn á Mallorca undir fangaflugið.

„Ef þetta reynist vera satt þá erum við að horfa á mjög alvarleg mál,“ sagði Alonso í spænsku sjónvarpsstöðina Telecino.

Meintu fangaflugin eru 10 talsins. Þau voru dregin í dagsljósið í skýrslu sem barst saksóknaranum á Balera eyjum í júní, að því er fram kemur í spænska dagblaðinu El Pais.

Fyrsta vélin átti að hafa lent á Mallorca 22 janúar árið 2004. Flugferðirnar stóðu til 17 janúar í ár.

Þingmenn Evrópuþingsins hafa hvatt framkvæmdastjórn Evrópuráðsins að rannsaka þær ásaknir að CIA hafi notað fangelsi í Austur-Evrópu til þess að yfirheyra fanga sem voru grunaðir um hryðjuverk.

Varnamálaráðherra Spánar, Jose Bono, er varkár í orðum þegar hann var inntur um viðbrögð. Hann segir engin sönnunargögn liggja fyrir.

Bono neitaði því að spænska leyniþjónustan hefði beðið CIA um að hætta nota flugvöllinn á Palma.

Meðal áfangastaða fangafluganna frá Mallorca voru Líbía, Alsír, Rúmenía, Makedónía og Svíþjóð að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert