Menntamálaráðherra fagnar umræðu um íslenska tungu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. mbl.is

Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fagnar þeirri umræðu sem nú er um stöðu íslenskrar tungu. Þá sérstaklega umfjöllun Lesbókar Morgunblaðsins um málið. Segir hún ljóst að nauðsynlegt sé að vera á varðbergi um stöðu íslenskunnar og benti hún á frumvarp til laga um Stofnun íslenskra fræða. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Á ráðstefnu um stöðu málsins í gær kom fram í máli Páls Valssonar, útgáfustjóra skáldverka og fræðirita hjá Eddu, að undirstöður tungunnar væru að bresta. Á meðan eytt væri púðri í að berjast gegn smáatriðum á borð við þágufallssýki væri að verða stökkbreyting í þróun tungumálsins, beygingakerfið í uppnámi og setningafræðilegur grundvöllur sömuleiðis. Sagði hann að íslenska yrði útdauð eftir hundrað ár yrði ekkert að gert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert