Ríkisskattstjóri segir að skattheimtur hafi aukist á Íslandi

Fram kom í kvöldfréttatíma NFS að tölur Stefáns Ólafssonar prófessors um auknar skattheimtur hafi verið réttar, en vísað er til þess að Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri, taki undir það að skattheimtur hafi aukist á Íslandi. Fram kom í máli Indriða að rýrnum persónuafsláttar leiði til meiri skattbyrði á lægri tekjur.

Jafnframt kom fram að Indriði telji að launaþróun og kaupmáttaraukning sé stærsti áhrifavaldurinn í aukinni skattbyrði hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert