Pakistanskir mótmælendur brenna danskan ost

Mótmælendur í Karachi í Pakistan brenndu í dag danskan ost og aðrar danskar mjólkurvörur til að mótmæla birtingu Jótlandspóstsins á skopmyndum af Múhameð. Mótmæli urðu víða um landið og brutu menn rúður og tókust á við lögreglu. Fjölmennust urðu mótmælin í Islamabad, þar voru um 5.000 saman komin. Þá var skilti norsks fyrirtækis, Telenor ASA, rifið niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert