Björgunarsveitir aðstoða ökumenn á Holtavörðuheiði

Mjög slæmt veður er nú á Holtavörðuheiði og í Vatnsskarði. Björgunarsveitin Káraborg frá Hvammstanga og Flugbjörgunarsveitin á Laugabakka hafa verið við björgunarstörf í Holtavörðuheiði frá því um kl 21 í kvöld og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð hefur unnið að björgunarstörfum á Vatnsskarði.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur eftir björgunarsveitarmönnum, að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum og fólki því ráðlagt að leggja ekki á heiðarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert