Reiður héri réðist á sleðahunda

Stór og óvenju kokhraustur héri virðist hafa misst stjórn á skapi sínu þegar nokkrir hundasleðar fóru inn á yfirráðasvæði hans í Norður-Noregi um helgina, og lagði til atlögu við sleðahundana.

Wenche Offerdal, sem stýrði fremsta hundasleðanum, tjáir norska blaðinu Nordlys að hún hafi aldrei á ævi sinni séð nokkuð þessu líkt.

„Hérinn sat um tíu metra frá slóðinni og ég var viss um að hann myndi forða sér og að hundarnir kynnu að elta hann,“ segir hún. En hérinn hélt nú ekki.

Hann tók sprettinn að sleðanum, sem stöðvaðist, og stökk síðan beint inn í miðjan sleðahundahópinn. Þá snéri forustuhundurinn sér við og hérinn var umkringdur hundum.

Enn seig á ógæfuhliðina fyrir héranum þegar næsta hundasleða bar að, og skyndilega stóð hérinn andspænis þrettán sleðahundum.

„Þetta var fáránlegt,“ segir Offerdal. „Hundarnir voru steini lostnir. Hérinn starði á þá, og þeir störðu á móti. Allir voru grafkyrrir.“

Þá var sem hérinn fengi einhverja bakþanka og stökk út úr hópnum. Um leið danglaði hann í nefið á nokkrum hundum með loppunum.

„Þetta var svakalegt stökk. Hérinn lenti fyrir utan hundahópinn og hvarf í ofboði inn í skóginn,“ segir Offerdal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant