Níræð kona styrkir Barnaspítala Hringsins

Brynfríður Halldórsdóttir og Sæbjörn Guðfinnsson ásamt sviðsstjórum barnasviðs, Ásgeiri Haraldssyni …
Brynfríður Halldórsdóttir og Sæbjörn Guðfinnsson ásamt sviðsstjórum barnasviðs, Ásgeiri Haraldssyni og Önnu Ólafiu Sigurðardóttur við afhendingu gjafarinnar.

Níræð kona, ættuð úr Ísafjarðardjúpi, styrkti nýlega Barnaspítala Hringsins af rausnarskap. Brynfríður Halldórsdóttir, sem varð níræð fyrir nokkru síðan, ákvað í tilefni afmælisins að styrkja Barnaspítala Hringsins. Brynfríður kom á Barnaspítala Hringsins ásamt Sæbirni Guðfinnssyni og afhenti spítalanum styrk að upphæð ein milljón króna.

Brynfríður fæddist og ólst upp á Bæum á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp. Brynfríður fluttist síðan til Reykjavíkur þar sem hún hefur verið til heimilis síðan. Barnaspítali Hringsins þakkar Brynfríði af heilum hug stuðning hennar, að því er segir í frétt frá Barnaspítala Hringsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson