32 fangar hafa verið teknir af lífi í Bandaríkjunum í ár

Michael Lenz.
Michael Lenz. AP

Michael Lenz, fangi sem myrti annan fyrir að sýna ásatrú ekki virðingu, að eigin sögn, var í fyrradag tekinn af lífi í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Lenz er 32. fanginn sem tekinn hefur verið af lífi í landinu þetta árið og sá 1.036. frá því að dauðarefsing var tekin upp að nýju árið 1976. Nú bíða rúmlega 3.000 fangar aftöku í bandarískum fangelsum.

Eins og fyrr hefur verið getið á Fréttavef Morgunblaðsins hefur þeim föngum í Bandaríkjunum fjölgað sem tekið hafa upp ásatrú, misnotað hana og rangtúlkað til réttlætingar ofbeldisverkum innan fangelsisveggja. Óþarft er að taka fram að ásatrú er friðsæl og tengist ekki með nokkru móti ofbeldi, en nánari upplýsingar um hana má finna á heimasíðu Ásatrúarfélagsins, www.asatru.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert