Á sjötta hundruð manns á dulúðlegum tónleikum á Seyðisfirði

mbl.is/Einar Bragi

Fimm til sex hundruð manns eru nú á útitónleikum hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem fram fara framan við kirkjuna á Seyðisfirði. Tónleikarnir hafa farið mjög vel fram að sögn lögreglu og hefur þétt þoka glætt tónleikana og umhverfi þeirra einstaklega dulúðlegum blæ. Fyrr í dag lék hljómsveitin við Snæfellsskála og á morgun mun hún leika í Ásbyrgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert