Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi

AP

Forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, hefur lýst yfir neyðarástandi í Bankok en orðrómur er uppi um að valdarán hafi verið framið í landinu, samkvæmt frétt á vef BBC. Thaksin Shinawatra er staddur á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Neyðarástandinu var lýst yfir eftir að skriðdrekum var komið fyrir í kringum stjórnarráðið í Bankok.

Hefur Thaksin Shinawatra rekið yfirmann hersins, samkvæmt taílenskri sjónvarpsstöð og hefur hann beðið hermenn um að fara að lögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert