Benedikt páfi kveðst bera „mikla virðingu“ fyrir íslam

Benedikt páfi í Þýskalandi.
Benedikt páfi í Þýskalandi. Retuers

Benedikt páfi segist bera „mikla virðingu“ fyrir íslam og kveðst vona að nýleg orð sín, er ollu reiði meðal múslíma, leiði til samræðu milli trúarhópa. Páfi viðurkenndi í dag að orð sín hafi mátt mistúlka, en ítrekaði að ekki hafi vakað fyrir sér að draga upp neikvæða mynd af íslam.

Í ræðu sem Benedikt hélt í háskólanum í Regensburg í Þýskalandi nýverið vitnaði hann í orð austrómversks keisara sem sagði sumar kenningar Múhameðs spámanns „illar og ómanneskjulegar,“ einkum þau “fyrirmæli hans að beita sverði við útbreiðslu trúarinnar“.

„Það var alls ekki ætlun mín að gera orð miðaldakeisara að mínum,“ sagði páfi í Vatíkaninu í dag. „Ég var að benda á að það eru ekki trú og ofbeldi sem fara saman, heldur trú og skynsemi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert