Verk tekin úr sýningu af ótta við að styggja múslíma

Höggmynd eftir Hans Bellmer.
Höggmynd eftir Hans Bellmer. AP

Whitechapel galleríið í Lundúnum hefur ákveðið að sýna ekki nokkur verk súrrelistans Hans Bellmer á fyrirhugaðri sýningu af ótta við viðbrögð múslíma. Í síðustu viku hætti þýskt óperuhús, Deutsche Oper, við að sýna óperu Mózarts, Idomeno, af sömu ástæðu.

Fyrrnefnd verk Bellmers voru tekin úr sýningu degi fyrir opnun hennar. Einn sýningarstjóra Whitechapel, Agnes de la Beaumelle, segir það hafa verið gert til að ganga ekki fram af íbúum Whitechapel hverfisins, sem eru að stórum hluta múslímar. Í yfirlýsingu frá galleríinu segir að sum verkanna hafi verið fjarlægð vegna ónægs pláss.

Beaumelle segir sýninguna þegar hafa verið setta upp í París og München án nokkurra mótmæla. Bellmer þykir nokkuð vel þekktur á mælikvarða listasögunnar, en í verkum hans má m.a. sjá berar konur í dúkkulíki. Reuters segir frá þessu.

Upplýsingar um Hans Bellmer

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant