Vinnsla á fyrstu langreyðinni hafin

Fyrsti hvalurinn í tæpa tvo áratugi var skorinn í hvalstöðinni undir hádegið í dag. Hvalur 9 kom þangað um hálf tíuleytið í morgun með 68 feta langreyði sem veiddist langt úti af Snæfellsnesi um hádegisbil í gær. Mikill mannfjöldi tók á móti bátnum í hvalstöðinni og fylgdist með er langreyðurin var dregin á landi og byrjað var að skera hana. Kjötið verður síðan flutt til frekari vinnslu í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert