Sylvester Stallone ætlar að hætta að leika

Stallone.
Stallone.

Bandaríski leikarinn Sylvester Stallone hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta að leika þegar hann hefur leikið í nýjustu myndinni um Rambo sem ber heitið Rambo 4: In The Serpent's Eye. Tökur á myndinni hefjast í byrjun næsta árs. Stallone hefur hins vegar lýst því yfir að hann ætli að halda áfram að vinna í Hollywood, en eingöngu sem leikstjóri.

„Þegar ég verð búinn með Rambo ætla ég að einbeita mér að leikstjóraferlinum. Ég hef verið óánægður með nokkrar af nýjustu myndunum mínum, auk nokkurra eldri mynda,“ segir Stallone.

Stallone, sem er orðinn sextugur, var gríðarlega vinsæll á áttunda og níunda áratugnum þegar hann lék í fjölmörgum myndum um hnefaleikamanninn Rocky og stríðsmanninn Rambo. Ferill hans hefur verið æði misjafn síðan. Ný mynd um Rocky er hins vegar væntanleg á næsta ári, en hún verður sú sjötta í röðinni og nefnist einfaldlega Rocky Balboa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson