Karlar vilja helst grænleitan fatnað

Stuðningsmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs eru greinilega hrifnir af grænum lit.
Stuðningsmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs eru greinilega hrifnir af grænum lit. Brynjar Gauti

Það skiptir flesta karlmenn miklu máli að konan í lífi þeirra kunni að meta þær gjafir sem þeir gefa þeim. 40% karla bíða þó fram á síðustu stundu með að kaupa gjafir handa konunum sem þeir elska. Þetta má m.a. rekja til þess að þeim finnist þeir ekki hafa tíma fyrr og að þeim finnist meiri stemning yfir því að kaupa gjafirnar á síðustu stundu. Þetta kemur fram á fréttavef Politiken.

Samkvæmt nýrri könnun sem unnin var á vegum Institut for Dansk Detailhandel skiptir það 75% karlmanna miklu máli að konum líki þær gjafir sem þeir færa þeim. 9% karlanna segjast hins vegar sjálfir aldrei óska sér neins að gjöf. Hinir segjast hins vegar flestir helst vilja fatnað að gjöf og þá helst í grænum lit.

Þá segist helmingur karlanna, sem tóku þátt í könnuninni, fara sjálfir í búðir til að kaupa gjafir handa konunni og þriðjungur þeirra kveðst leita ráða afgreiðslufólks. Einungis 5% karlanna segjast hins vegar leita ráða hjá tengdamóður sinni varðandi gjafavalið.

Fimmtíu karlmenn á aldrinum 30 til 50 ára tóku þátt í könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason