Togari og stálbátur strönduðu á klöpp í Hafnarfjarðarhöfn

Frá Hafnarfjarðarhöfn í morgun.
Frá Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Árni Sæberg

Framkvæmdastjóri Slysvarnarfélagsins Landsbjargar segir skipin tvö í Hafnarjarðarhöfn hafa strandað á klöpp og er þar mikið björgunarstarf í gangi. Ekki er vitað um tjón á þeim en annar hafnsögubáturinn hefur skemmst nokkuð. Björgunarsveitarmenn hafa sinnt og sinna nú fjölda verkefna á höfuðborgarsvæðinu, garðhýsi hafa fokið og þakplötur m.a, skemmdir urðu á nýbyggingu í Mosfellsbæ og timbur og annað á byggingarsvæðum hefur fokið um og tjón á eignum hefur orðið víða um borgina.

Á Eyrarbakka og Þorlákshöfn eru björgunarsveitir að störfum. Á Snæfellsnesi hefur orðið eignatjón, á Grundarfirði fauk þak af grunnskóla og á Akureyri eru þök einnig farin að fjúka. Á Akranesi er verið að vinna á fullu að því að festa þök og sinna útköllum. Mesta vindinum er spáð nú milli kl. 10 og 12 á suðvesturhorninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert