Barist um iPhone-nafnið

Cisco Systems hefur kært Apple Computer fyrir brot á lögum um vörumerki. Á þriðjudaginn kynnti Apple nýjan farsíma með nafninu iPhone í San Francisco og í kjölfarið gaf Cisco Systems út yfirlýsingu um að á þeim bæ vonuðust menn eftir viðræðum því þetta væri skráð vörumerki í þeirra eigu.

Samkvæmt fréttavef BBC mun Apple hafa brugðist við með því að segja að eignartilkall Cisco væri fáránlegt og að það væru mörg fyrirtæki sem notuðust við nafnið iPhone á net-símtækjum (Voice Over Internet Protocol).

„...Við erum fyrsta fyrirtækið sem notar iPhone á hefðbundinn gsm-síma og ef Cisco vill berjast um það þá erum við öruggir um að við komum til með að standast,” þá árás, sagði Alan Hely, talsmaður Apple.

Cisco hefur átt vörumerkið síðan 2000 og hefur átt í viðræðum við Apple sem hefur margsinnis beðið um leyfi um að fá að nota iPhone-nafn Cisco.

iPhone gsm sími frá Apple.
iPhone gsm sími frá Apple. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert